Félag ungra leiðtoga sem vilja hafa áhrif

Á döfinni hjá JCI

Við erum leiðtogaskóli lífsins

Í JCI lærir þú með því að framkvæma. Þú tekur ábyrgð, prófar hugmyndir og býrð til þín eigin tækifæri – í raunverulegum aðstæðum, með raunverulegu fólki í samfélagi sem styður þig

Hvað er þetta JCI?

JCI (Junior Chamber International) er félag fyrir ungt fólk á aldrinum 18–40 ára sem vill hafa áhrif – á sjálft sig, samfélagið og heiminn.

  • Við byggjum upp leiðtoga með raunverulegri reynslu – í gegnum viðburði, verkefni, sjálfboðavinnu og alþjóðleg tengsl.

  • JCI starfar í yfir 100 löndum, og JCI á Íslandi hefur verið virkt síðan 1960.

  • Þú þarft ekki að vera „klár í leiðtogahlutverk“ – þú þarft bara að vilja vaxa, læra og gefa af þér.

Hvað stendur JCI fyrir?

Að vera framúrskarandi alþjóðleg hreyfing ungra leiðtoga

Að veita ungu fólki tækifæri til að efla leiðtogahæfileika sína með því að stuðla að jákvæðum breytingum

Það er skoðun vor:
Að trú veiti lífinu tilgang og takmark,
að bræðralag manna sé þjóðarstolti æðra,
að skipting gæðanna verði réttlátust við einstaklingsfrelsi og frjálst framtak,
að lög skuli ráða fremur en menn,
að manngildið sé mesti fjársjóður jarðar,
að efla og bæta mannlíf sé öllum verkum æðra

Ég lærði meira í JCI en í háskólanum um raunverulega forystu

Arnar, JCI Reykjavík

Í gegnum JCI komst ég í tengsl við fólk sem ég hefði aldrei annars kynnst – fólk sem lyftir mér upp

Hafdís, JCI Esja
Ég hef ferðast, haldið erindi, skipulagt ráðstefnur og fengið ómetanlega reynslu – og þetta byrjaði allt á kaffihúsi með JCI
Þorkell, JCI Reykjavík

Viðburðir

Verkefni

Um okkur

Taktu þátt með 100.000+ félögum um allan heim

Vertu með í JCI til að efla þig og samfélagið